Bifhjólaþjófur handtekinn

Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Kópavogi um kvöldmatarleytið en hann var á stolnu bifhjóli.

Þá var þvottavél tekin úr fjölbýlishúsi í miðborginni en vélin fannst nokkru síðar í næsta húsi sem einnig er fjölbýlishús. Þjófarnir eru hins vegar ófundnir.

Í vesturborginni var brotist inn í hjólhýsi en ekki er ljóst hvort einhvers er saknað og í austurborginni hurfu tvær talstöðvar frá bensínstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert