Hafnarstjórinn stakk sér í höfnina

mbl.is/Ómar

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, stakk sér fyrstur til sunds í árlegu áheitaboðsundi Sundfélags Akraness sem fram fór í gær. Syntu 15 ungmenni félagsins, auk Gísla, samtals 21 km frá Reykjavíkurhöfn til Akraneshafnar en markmiðið er að fjármagna ferð félagsins í æfingabúðir sunnar í Evrópu.

Bátar frá Faxaflóahöfnum og Björgunarfélagi Akraness sigldu með sundgörpunum. Þeir sem syntu mest fóru tæpa 4 kílómetra en þeir yngstu, rétt rúmlega fermdir, syntu hins vegar minna. Hafnarstjórinn synti sjálfur 150 metra en að sögn kunnugra virtist hann tilbúinn að synda miklu meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert