Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir ekkert liggja á að ákveða hver fái stöðu framkvæmdastjóra flokksins. Í viðtali við Blaðið í gær sagði Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður flokksins, að sér hefði verið lofuð staðan þegar hann hætti við framboð í Kraganum og fór fram í Norðausturkjördæminu í staðinn.
„Það virðist vera einhver bið á að loforðið verði efnt," sagði Sigurjón.
Guðjón segir ekkert hasta á. „Við erum ekki bundnir af fréttum né því sem einstakir menn segja og gera," leggur Guðjón áherslu á. Spurður hvort flokkurinn sé ekki bundinn af loforði sínu við Sigurjón segir hann: „Innanhúsmál í Frjálslynda flokknum um mannaráðningar og annað eru málefni flokksins."
Nánar í Blaðinu í dag