Þingnefndir skoða Þjórsársvæði

Urriðafoss í Þjórsá
Urriðafoss í Þjórsá mbl.is/Sigurður Jónsson

Nefndarmenn í umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis ásamt Umhverfisráðherra og aðstoðarmanni ráðherra ferðuðust um Suðurland dagana 16.-17. ágúst sl., skoðuðu virkjanir við Þjórsá og kynntu sér fyrirhugaða virkjunarkosti og umhverfi þeirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sól á Suðurlandi.

Með í för voru fulltrúar Landsvirkjunar en einnig fulltrúar Sólar á Suðurlandi og áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Í lok ferðar funduðu nefndarmenn með fulltrúum Flóahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Landsvirkjunar, Orkustofnunar og náttúruverndarsamtaka á svæðinu.

Á fundinum sem fram fór í Árnesi var m.a. gagnrýnt að meirihluti vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár var framseldur til Landsvirkjunar nokkrum dögum fyrir kosningar í vor. Þá kom einnig fram að ekki lægi fyrir í hvaða starfsemi fyrirhuguð raforkan færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert