Vatnalög endurskoðuð

Endurskoðun á vatnalögum er hafin í iðnaðarráðuneytinu og eru embættismenn þar að yfirfara lögin, sem samþykkt voru vorið 2006 en taka ekki gildi fyrr en 1. nóvember í ár. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í kvöldfréttum Útvarpsins, að hann léti sérstaklega kanna að vatn verði ekki séreign.

Þáverandi stjórnarandstaða beitti sér hart gegn vatnalögunum, þar á meðal Samfylkingin, sem taldi að með lögunum væri einkaeignarréttur á vatni festur í lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert