Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst

Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru ávallt vandanum vaxnir sama hvert útkallið er. Það átti við í dag þegar áhyggjufullir íbúar í Ásvallagötu höfðu samband og létu vita af kettlingi sem sat fastur uppi í tré í um 6 - 7 metra hæð.

Slökkviliðsmenn mættu galvaskir á staðinn með stiga og náðu í kettlinginn, en tilkynningin barst um kl. 16:30. „Fólk vorkennir svona greyjum sem eru hangandi uppi í tré og þá reynum við að koma þeim niður,“ sagði varðstjóri í samtali við mbl.is.

Hann segir að ekki sé vitað hver eigi köttinn. „Við slepptum honum og þá hljóp hann fyrir húshornið og ætli hann sé ekki kominn heim,“ sagði varðstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka