Íslenskar Dash 8 vélar ekki kyrrsettar

Dash 8 vél Flugfélags Íslands
Dash 8 vél Flugfélags Íslands mbl.is/Eyþór

Flugfélag Íslands á tvær vélar af gerðinni Dash 8-100, en flugvélaframleiðandinn Bombardier hefur óskað eftir að vélar af gerðinni Dash 8-400 verði kyrrsettar. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að þær Dash 8 vélar sem flugfélagið á séu af annarri gerð en þær vélar sem lent hafa í óhöppum undanfarið og hafa verið kyrrsettar, lendingarbúnaður sé til að mynda öðruvísi. Því segir Árni ekki ástæðu til að kyrrsetja íslensku vélarnar.

Af fréttum danskra fjölmiðla hefur mátt skilja sem svo að Bombardier hafi kyrrsett allar flugvélar af gerðinni Dash 8, en ekki aðeins umræddar Dash 8-400 vélar. Hið rétta mun vera að aðeins Dash 8-400 vélar sem eiga fleiri en 10.000 lendingar að baki hafa verið kyrrsettar.

Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að þær vélar sem eru hér á landi eru ekki af gerðinni Dash 8-400, þeirri gerð sem SAS notar og hafa tvisvar með nokkurra daga millibili lent í óhöppum vegna bilunar í lendingarbúnaði.

SAS hefur aflýst um 150 flugferðum vegna atburðanna en um 9.000 manns áttu pantað flug með vélunum, þar af 6.000 í Danmörku. Þá má búast við að kyrrsetningin valdi álíka vandræðum annars staðar þar sem umræddar vélar eru í notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka