Karlarnir aldrei meira með börnin

Ingólfur V. Gíslason
Ingólfur V. Gíslason
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net

Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og sviðsstjóri hjá Jafréttisstofu, segir að karlmenn hafi áreiðanlega aldrei fyrr í íslenskri sögu verið jafnvirkir við umönnun ungbarna og í dag. Ingólfur heldur í dag fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem hann mun fjalla um þróun fæðingar- og foreldraorlofs eftir lagasetningu um þau mál árið 2000.

Ingólfur ætlar að velta því fyrir sér að hve miklu leyti markmiðum laganna hafi verið náð. „Það markmið laganna að ungbörn njóti samvista við báða foreldra hefur klárlega náðst. Karlmenn hafa alveg áreiðanlega aldrei fyrr í íslenskri sögu verið jafnvirkir við umönnun ungbarna og í dag. Að sama skapi hafa lögin örugglega haft áhrif á frjósemi kvenna. Hún hefur aukist í kjölfar lagasetningarinnar."

Nánar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert