„Enginn kannast við að eiga hann"

Hágangur og fyrrverandi varðskipið Þór, sem einnig nefnist Gullskipið
Hágangur og fyrrverandi varðskipið Þór, sem einnig nefnist Gullskipið Morgunblaðið/RAX

„Þau voru búin að liggja ansi lengi inni í gömlu höfninni og reyndar eru fleiri bátar og skip sem þar eiga ekkert erindi, eru einfaldlega í reiðileysi og enginn hirðir um né borgar af," segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um gamla varðskipið Þór og Hágang sem liggja inni í Sundahöfn og bíða þess að verða sett á uppboð.

Gísli segir það stefnu Faxaflóahafna að koma skipum sem þessum í niðurrif á meðan hægt er. "Það er ömurlegt til þess að vita að menn skilji svona við eignir og geri þær að vandamálum annarra, en því miður er þetta svona á of mörgum stöðum við landið."

Spurður út í hvernig það komi til að menn komist upp með slíkt segir Gísli ýmsar ástæður geta verið fyrir hendi. "Til að mynda eru einhver skip sem skráð eru erlendis og það gerir þetta ennþá erfiðara fyrir okkur. Hágangur er til að mynda skráður í Belize, og enginn kannast við að eiga hann." Hafnagjöld vegna skipanna nema milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka