Ólafi Ragnari boðið til Túrkmenistan

Gurbanguly Berdimuhamedov.
Gurbanguly Berdimuhamedov.

Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Túrkmenistan, bauð Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn þegar þeir hittust á fundi í New York í vikunni.

Opinber fréttastofa Túrkmenistan segir, að leiðtogarnir hafi á fundinum lýst yfir vilja til að koma á samstarfi landanna. Ólafur Ragnar hafi bent á, að tækifæri til þess væru m.a. í sjávarútvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka