Stal dælulykli viðskiptavinar

Eftir Hlyn Orra Stefánsson - hlynur@bladid.net

Starfsstúlka sem vann við að afhenda dælulykla til viðskiptavina Atlantsolíu varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína er hún keypti bensín með dælulykli eins viðskiptavinar fyrirtækisins. „Mannleg mistök og harmleikur," segir markaðsstjóri Atlantsolíu.

Grunsemdir vöknuðu hjá viðskiptavininum er honum tóku að berast kvittanir í tölvupósti fyrir bensínkaupum sem hann kannaðist ekki við. Er maðurinn var spurður af starfsmönnum Atlantsolíu hvort einhver annar gæti verið að nota aukadælulykil hans kom í ljós að viðskiptavininum var aldrei afhentur aukalykill, heldur hafði starfsmaður haldið honum eftir fyrir sjálfan sig.

Öryggismyndavélar sem staðsettar eru við dælurnar staðfestu það. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir að um einstakt atvik sé að ræða. Hann segir samskipti við umræddan viðskiptavin enn vera góð, enda hafi 18 þúsund krónurnar sem starfsmaðurinn tók bensín fyrir verið bakfærðar um leið og upp um athæfið komst.

Nánar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert