Tengivagn slitnaði frá í beygju

Tengivagn slitnaði frá vöruflutningabíl í beygju á þjóðvegi 1 skammt frá Bifröst í Borgarfirði um klukkan hálf tíu í morgun. Tengivagninn lenti utan vegar en engin slys urðu á mönnum. Á vagninum voru tvær steyptar húseiningar. Loka þurfti veginum á meðan tengivagninn var hífður upp á veg og lauk aðgerðinni skömmu fyrir fjögur.

Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði var um slys að ræða og þó að bílstjóri hafi hugsanlega farið full greitt í beygjuna er slíkt ávalt matsatriði og ljóst er að hann ók á löglegum hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka