Dæmdur nauðgari mun hefja afplánun í næstu viku

Portúgalskur karlmaður, sem í síðasta mánuði var dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun, er enn staddur erlendis, en hann fór úr landi áður en Hæstiréttur kvað upp dóminn. Fangelsismálastofnun hefur boðað hann til afplánunar í byrjun næstu viku.

Guðmundur Ómar Hafsteinsson, sem var skipaður verjandi mannsins, segir Portúgalann hafa haft samband við Fangelsismálastofnun um það hvenær hann ætti að hefja afplánun. Hann hafi í framhaldinu tjáð sér og stofnuninni, að hann ætlaði að koma til landsins.

Mæti maðurinn ekki til afplánunar má gera ráð fyrir því að hann verði eftirlýstur af lögreglu á alþjóðavettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka