Gæsluvarðhald framlengt í þjófnaðarmáli

Hluti þýfisins.
Hluti þýfisins. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 3. október sl. í tengslum við þjófnaði í verslunum að undanförnu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 24. október nk. en Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið til 19. október.

Lögreglan rannsakar rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem i öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Við húsleit í húsnæði var lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert