Neysluskattarnir hæstir á Íslandi

Hvergi í OECD-löndunum eru neysluskattar hærra hlutfall af landsframleiðslu en á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Finnska skattgreiðendasambandsins.

Í skýrslunni er vísað til tölulegs samanburðar OECD á sköttum árið 2005. Íslendingar, með Dani fast á hælum sér, eru þar langfremstir í flokki. Einnig kemur fram að Ísland trónaði líka á toppnum þegar kom að neyslusköttum sem hlutfalli af heildarskattheimtu árið 2004. Íslenska skattkerfið hefur tekið breytingum frá árinu 2005, m.a. með lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda í vor. Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins voru neysluskattar ríkisins af landsframleiðslu 16,5% árið 2005 og 16,4% árið 2006. Áætlað er að þeir verði 13,2% í ár og 14,6% árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka