Ók á vegvísi og komst ekki lengra

Fólksbíl var ekið útaf Hvammsvegi við Nátthaga, skammt austan við Hvergerði um hádegisbil á laugardag Bifreiðin lenti þar á vegvísi og póstkassa. Ökumaður náði ekki bifreiðinni upp á veginn og leitaði eftir aðstoð vegfaranda við að draga bifreiðina.

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um atvikið. Í ljós kom að ökumaðurinn var töluvert ölvaður og hann var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann neitaði sök en vitni voru að því þegar hann ók útaf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert