90% barna hafa tamið sér umgengnisreglur á netinu

Um 60% foreldra hefur sett einhverjar reglur um netnotkun og um 90% barna hafa tamið sér umgengnisreglur á netinu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri könnun, sem birt var í dag um netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9-16 ára.

Um var að ræða þátt í svonefndu SAFT verkefni, sem Heimili og skóli rekur en eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum.

Helstu niðurstöður nú eru þær, að lægra hlutfall barna villir á sér heimildir á netinu í dag en árið 2003 þegar sambærileg könnun var gerð. Rúm 35% barna telja ólöglegt að hala niður eða deila tónlist en rúm 51% barna telja líklegt að þau eigi eftir að hala niður eða deila tónlist á netinu.

Fleiri börn segjast nú hafa sett inn texta á netið, sem var andstyggilegur í garð annarrar persónu eða hóps og hefur þetta hlutfall hækkað úr 9% í rúm 15%.

Um 69% foreldra ræða frekar eða mjög mikið við börn sín um öryggi á netinu og börnin sjálf segjast í meiri mæli ræða við foreldra sína um netið.

Börn telja sig frekar skoða upplýsingar á netinu með gagnrýnni hætti en þau gerðu 2003. Þá er talsverð aukning, á að foreldrar banni börnum sínum að taka þátt í leikjum, spurningakeppnum eða könnunum á barnasíðum fyrirtækja á netinu, úr 42% í 62%.

Heimili og skóli segir, að niðurstöður könnunarinnar benda til þess að SAFT verkefnið sé að skila mjög góðum árangri. Marktæk aukning sé á því að foreldrar staðsetji tölvurnar í opnum rýmum. Foreldrar telja sig nú frekar hæfari notendur og eru mun líklegri til þess að ræða við börn sín um netið og ábyrga notkun þess. Þá bendi margt til þess að börnin sjálf séu að tileinka sér ábyrga umgengnishætti á netinu.

Heimasíða SAFT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka