Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, lagði af stað í loðnu- og sjórannsóknaleiðangur í gærkvöldi. Rannsóknasvæðið mun spanna allt frá Vesturlandi að Norðausturlandi og djúpmið (Grænlandssund og Íslandshaf). Markmið leiðangursins eru að leita ungloðnu og einnig kynþroska loðnu sem verður uppistaða veiða á komandi ári.
Fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar að jafnframt verði ársfjórðungslegum sjórannsóknum vestur og norður af landinu sinnt. Gert er ráð fyrir að leiðangurinn standi yfir í allt að einn mánuð. Leiðangursstjóri er Sveinn Sveinbjörnsson og skipstjóri Guðmundur Bjarnason.