Stunginn í hálsinn með brotinni flösku

Yfirheyrslum er að ljúka yfir þremur mönnum á fertugsaldri vegna stórfelldrar líkamsárásar sem gerð var á fjórða manninn í heimahúsi í Reykjanesbæ í nótt sem leið. Maðurinn var stunginn í hálsinn með brotinni flösku en að sögn lögreglu mun ölvun hafa verið í spilinu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en slapp að sögn við varanlega áverka. „Það munaði víst litlu að hálsslagæðin færi í sundur og þá hefði þetta kannski endað mun verr," sagði varðstjóri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Mennirnir sem eru allir á milli þrítugs og fertugs munu ekki hafa komið við sögu hjá lögreglunni áður.

Málið er í rannsókn en hinir handteknu verða látnir lausir í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert