Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi

Fjölda smárra jarðskjálftakippa hefur orðið vart á og í grennd við Selfoss síðdegis í dag og í kvöld. Stærstu kippirnir eru 1,6 og 1,7 á Richter, samkvæmt töflu Veðurstofunnar, og eru staðsettir austur af Selfossi. Í gærkvöldi hefur aftur á móti mælst einn stærri kippur, eða 3,7 stig. Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar hafa skjálftarnir verið mjög tíðir í kvöld, en litlir.

Jarðskjálftatafla Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka