Tveir jarðskjálftar urðu á Vatnajökli rétt fyrir hádegi í dag, n.t.t. um 11 km suðsuðvestur af Kistufelli. Skjálftarnir mældust með mínútumillibilli eða kl. 11:42 og 11:43. Sá fyrri, sem var jafnframt sá stærri, mældist vera 2,7 á Richter á meðan sá seinni mældist vera 2,5 á Richter.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki óvanalegt að kippir sem þessir komi með stuttu millibili. Þetta sé því ekki fyrirboði um að skjálftahrina sé framundan.