Tveir jarðskjálftar mældust á Vatnajökli

Tveir jarðskjálftar urðu á Vatnajökli rétt fyrir hádegi í dag, n.t.t. um 11 km suðsuðvestur af Kistufelli. Skjálftarnir mældust með mínútumillibilli eða kl. 11:42 og 11:43. Sá fyrri, sem var jafnframt sá stærri, mældist vera 2,7 á Richter á meðan sá seinni mældist vera 2,5 á Richter.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki óvanalegt að kippir sem þessir komi með stuttu millibili. Þetta sé því ekki fyrirboði um að skjálftahrina sé framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert