Ölgerðin kaupir Sól

Eigendur Sólar ehf. hafa selt fyrirtækið til Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Kaupsamningur er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Arev var ráðgjafi seljenda við söluna.

Fram kemur í tilkynningu, að eigendur Sólar muni framvegis einbeita sér að rekstri Emmessíss hf. sem þeir keyptu sl. sumar. Allir starfsmenn Sólar munu starfa áfram hjá fyrirtækinu og framleiðslan verður fyrst um sinn á sama stað og verið hefur, að Lynghálsi 7 í Reykjavík.

Sól ehf. hóf starfsemi fyrir rúmum þremur árum og framleiðir ferska ávaxtasafa. Sól ehf. var í eigu Arev N1 einkafjármagnssjóðs og stofnenda félagsins, Snorra Sigurðssonar, Hrafns Haukssonar og Leifs Grímssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert