Boðar verðstríð á leikfangamarkaði

Leikfangaverslunin Just4Kids segist hafa ákveðið að mæta samkeppni á leikfangamarkaði með því að fara í verðstríð við verslunina Toys'R'Us. Muni öll leikföng hjá Just4Kids lækka umtalsvert í verði, eða á bilinu 30-80%. Just4Kids heitir því jafnframt að vera ávallt með lægsta verðið á öllum leikföngum.

Í tilkynningu frá versluninni eru nefnd dæmi um verðlækkun. Þannig mun  rugguhestur, sem kostaði 12.990 krónur, kosta 4980 krónur eftir lækkun. Þá muni  Lego Star Wars geimskip kosta 7980 krónur í Just4Kids en hafi í dag kostað 11.999 krónur í Toys'R'Us.

Just4Kids segir að 20% verðlækkun hafi orðið á leikföngum á þessu ári  og því megi áætla að leikfangaverð hafi að jafnaði lækkað um 40-50% frá því fyrir jólin í fyrra. Þetta megi þakka hagkvæmari innkaupum og hagkvæmari rekstrareiningum en þó fyrst og fremst harðari samkeppni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert