Fjöldi útkalla vegna veðurs bárust lögreglunni í Borgarfirði í nótt. Meðal þess sem fauk í nótt eru þakplötur og klæðningar. Þá brotnuðu rúður í 11 bifreiðum í sömu götu þegar grjót og sandur fauk á þær.
Að sögn lögreglu er ljóst að tjónið er talsvert, en það mun koma betur í ljós þegar líða tekur á daginn.
Þá segir lögreglan að mikil hætta hafi verið fyrir hendi í nótt. Engan sakaði hinsvegar.