Andlát: Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson.
Bjarni Jónsson.

Bjarni Jónsson listmálari lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. janúar sl., 73 ára að aldri. Bjarni fæddist 15. september 1934. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir húsmóðir og Jón Magnússon húsgagnasmiður.

Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og frá Kennaraskóla Íslands 1955. Hann naut tilsagnar margra af þekktustu listmálurum Íslands, m.a. Ásgeirs Bjarnþórssonar, Ásgríms Jónssonar, Valtýs Péturssonar, Hjörleifs Sigurðssonar og Jóhannesar Kjarvals. Auk þess stundaði hann nám í píanóleik hjá Guðmundi Matthíassyni og Páli Kr. Pálssyni og söngnám hjá Sigurði Birkis.

Bjarni var kennari í Vestmanneyjum 1955 til 1957 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði 1957 til 1973. Síðan vann hann eingöngu að myndlist, hélt fjölda sýninga á íslandi og tók þátt í samsýningum erlendis.

Teiknigáfu sína nýtti Bjarni í ríkum mæli til verndar þjóðlegum heimildum og þjóðlífi. Má þar nefna 60 málverk sem varðveita sögu áraskipanna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Viðamesta verk hans eru skýringarteikningar í Íslenskum sjávarháttum, alls fimm bindi.

Fyrri eiginkona Bjarna var Ragna Halldórsdóttir og seinni eiginkona hans Astrid Ellingsen, sem lést 2006. Hann átti fjögur börn og fjögur stjúpbörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka