Meira selt af alifugli en kindakjöti í fyrsta skipti

Árið 2007 var í fyrsta sinn selt meira af einhverri annarri kjöttegund en kindakjöti á Íslandi sé miðað við kílóafjölda. Meira seldist af alifuglakjöti en framleiðsla á því jókst um 14,2% miðað við árið 2006.

Bráðabirgðatölur um framleiðslu og sölu búvara fyrir árið 2007 liggja nú fyrir og ber þar hæst að alifuglakjöt og kindakjöt hafa haft sætaskipti á listanum yfir mest selda kjötið á íslenskum matvörumarkaði. Sala á öllu kjöti jókst um rétt rúmlega 6,3% og nam 26.864 kg.

Framleiðsla mjólkur var 124.849.835 lítrar sem er það mesta sem skráð hefur verið á einu ári hingað til. Þegar litið er á breytingar í einstökum vöruflokkum milli ára dróst sala á drykkjarmjólk lítillega saman, um 0,55%, og skyri um 11,69%.

Sala á viðbiti jókst hins vegar um 6,73 og ostum um 5,66%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka