Ekki náðist samkomulag um að halda áfram framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Strandarheiði – Njarðvík á fundi Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka síðdegis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Því er ljóst að bjóða verður verkið út að nýju. Þegar hefur verið hafin vinna við undirbúning útboðs og má samkvæmt tilkynningunni vænta þess að verkið verið boðið út eftir 6-8 vikur.
Verklok voru áætluð í júli 2008 en nú er reiknað með að verklok verði undir lok ársins.