Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla!

160 nemendur Grunnskólans á Reyðarfirði gengu ásamt kennurum sínum í gær gegn einelti um þéttbýlið á Reyðarfirði. Mikill hugur var í krökkunum og sögðust þau vilja útrýma einelti úr skólanum sínum í eitt skipti fyrir öll.

Grunnskólinn á Reyðarfirði er þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti og hafa nemendur unnið ýmis verkefni og átt samræðu um einkenni eineltis og viðbrögð við því. M.a. hafa þeir staðfest með lófafari sínu á stóran hvítan dúk vilja sinn til að taka aldrei þátt í einelti.

Í gær var svo efnt til vinadags í skólanum og í hádeginu þustu krakkarnir út á skólalóð með kröfuspjöld í hendi, þar sem m.a. mátti líta áletranir eins og „Ú á einelti,“ „Einelti sökkar feitt“ og „Ekkert einelti í skólanum okkar.“

„Við erum að mótmæla einelti, það er vont mál. Það er lítið um einelti í skólanum okkar en samt eitthvað eins og alls staðar annars staðar. Við látum kennarana og skólastjórann vita ef við heyrum um eitthvað. Það þarf að tala um þetta. Við þolum ekki einelti og viljum útrýma því,“ sögðu nokkrir sjöundubekkingar í göngunni í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert