Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru meðal fremstu nýsköpunarlanda í heimi. Þetta kemur fram í yfirliti yfir nýsköpun „European Innovation Scoreboard” sem birt er árlega og tekur til árangurs Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japan.
Fram kemur á fréttavef Norðurlandaráðs, að í þessari árlegu samanburðarkönnun sé litið til getu landanna til að skapa aðstæður til nýsköpunar og hvernig þær eru nýttar. Ísland sé einnig ofarlega á listanum en Noregur lendi aðeins neðar. Svíar eru í efsta sæti þegar litið er til nýsköpunar en árangur þeirra er ekki eins góður þegar metið er hvernig sóknarfærin eru nýtt.