Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar var ruddur í morgun eftir að þrjú lítil snjóflóð féllu á hann í gærkvöldi. Klukkan níu í morgun var veginum síðan lokað aftur vegna mikillar snjókomu og snjóflóðahættu. Vegagerðin mun athuga hvort opnað verður upp úr hádeginu.
„Það féll snjóflóð í morgun í Sjötúnahlíðinni sem er hinum megin í Álftafirðinum, beint á móti Súðavík og því er snjóflóðahættan talin vera mikil þessa stundina vegna mikillar ofankomu," sagði varðstjóri lögreglunnar á Ísafirði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.