Veður fer nú versnandi víða á landinu. Vegna þess hefur Fjarðarheiði verið lokað, að því er Vegagerðin greinir frá og varað er við óveðri í Öræfum. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum.
Mjög slæmt veður er á Vatnsskarði eystra og færð að þyngjast. Viða á Austur- og Suðausturlandi er mikil ofankoma.
Víðast hvar á Vestfjörðum er ýmist hálka eða snjóþekja.
Á Holtavörðuheiði er hálka en hálkublettir á Bröttubrekku.