Alþjóðlegur dagur gegn Íraksstríði er haldinn í dag og í tilefni af því efndu Samtök hernaðarandstæðinga til útifundar á Ingólfstorgi. Hernaðarandstæðingar mættu vel og héldu á fánum og borðum með slagorðum gegn Íraksstríði.
Mótmælafundir eru haldnir víða um heim í dag en fimm ár eru liðin frá því að bandaríski herinn og bandamenn, réðust inn í Írak.