Tími háspennulína liðinn

Háspennulínur á Austurlandi
Háspennulínur á Austurlandi mbl.is/Einar Falur

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar sem jafnframt er formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs, segist í samtali við Morgunblaðið efast um að lagðar verði háspennulínur í lofti um fólkvanginn. Aðspurð segist hún munu berjast gegn því að lagðar verði háspennulínur í lofti frá Hellisheiðarvirkjun þar sem Hellisheiðin er einnig mikið útivistarsvæði.

„Tími háspennulína er liðinn,“ segir Ásta og bendir á að verð á stáli hafi hækkað gríðarlega að undanförnu og nú sé tveggja ára bið eftir mastraefni þannig að munurinn á kostnaði við jarðstreng og loftlínur sé alltaf minnka. Þá komi stöðugt fram betri tækni við framleiðslu jarðstrengja en framleiðsla háspennulína hafi lítið breyst.

Stjórn Reykjanesfólkvangs leggst í bréfi til umhverfisráðuneytisins, sem ritað var 17. desember sl. og er umsögn stjórnarinnar um kæru Landverndar, gegn lagningu háspennulína í lofti um fólkvanginn til flutnings orku til Helguvíkur. Í bréfinu segir að stjórnin telji „að háspennulínulagnir munu skerða upplifun og ánægju almennings af útivist í fólkvanginum“ og lýsir stjórnin jafnframt eindregnum stuðningi við stefnu skipulags- og bygginganefndar Grindavíkur frá 13. september sl. „þar sem tekin er afstaða gegn nýjum línustæðum í sveitarfélaginu en Reykjanesfólkvangur er að miklu leyti innan sveitarfélagsins“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka