Ekki með leyfi til að búa í gámi

Gámurinn í forgrunni.
Gámurinn í forgrunni. mbl.is/Golli

Svo virðist sem útigangsfólk hafi hreiðrað um sig í gámi sem stendur á lóð við Bergstaðastræti 16. Á lóðinni  er verið að endurbyggja hús, sem þangað var flutt en framkvæmdir voru stöðvaðar við það um áramótin.

Íbúi í nágrenninu, Kári Halldór Þórsson, hefur kært veru fólksins til lögreglu. Hann segir að lögreglan segist ekkert geta aðhafzt í málinu, þar sem fólkið sé þar með leyfi eiganda gámsins.

Það er fyrirtækið BBH Byggingarfélags sem á húsið, sem flutt var á lóðina. Starfsmaður félagsins sagðist í gær ekki hafa heyrt af neinum mannaferðum í gámnum. Það væri af og frá að fólki hefði verið gefið leyfi til að hafast þar við. Málið yrði því strax skoðað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert