Búið er að staðfesta lokanir á Ártúnsbrekku til austurs og vesturs. Einnig er búið að loka á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar hjá Umferðardeild lögreglunnar er ráðlegt fyrir fólk að halda sig heima, hlusta á fréttir og meta ástandið.
Með aðgerðum sínum vilja vörubílstjórar mótmæla hárri álagningu ríkisins á eldsneyti sem skilar sér í hærra eldsneytisverði, einhliða hvíldarlögum ríkisins og lélegri aðstöðu fyrir vörubílstjóra til að njóta þeirrar hvíldar sem gert er ráðfyrir í umræddum lögum.