Háværar bílflautur, jafnt loft- og rafknúnar, seldust upp í verslun ET fyrir síðustu helgi.
Þorbjörn Guðbjörnsson, verslunarstjóri hjá ET, sagði að bílflautusalan upp á síðkastið nálgaðist að vera það sem venjulega selst á heilu ári. Hann taldi að menn hefðu einkum keypt flauturnar nú til að láta í sér heyra í mótmælaaðgerðum. Þessar flautur gefa hljóð með allt að 120 dB styrk. Margir flutningabílar eru með svo öflugum flautum en Þorbjörn sagði að töluvert margir sendibílstjórar hefðu keypt sér háværari flautur. Flauturnar kostuðu á bilinu 6-7 þúsund krónur.
Von er á fleiri flautum í dag.