Mikil spenna er nú á Suðurlandsvegi milli lögreglu og mótmælenda, sem lokuðu götunni í morgun. Lögregla beitti táragasi og kylfum til að hreinsa veginn, sem er þó enn lokaður af öryggisástæðum. Mikið af fólki hefur safnast saman á svæðinu og á áttunda tug lögreglumanna er þar einnig. Um 15 lögreglubílar eru á svæðinu auk mótorhjóla, slökkviliðsbíls og sjúkrabíla.
Þegar lögregla beitti gasinu fengu nokkrir mótmælendur það í augum og hlynntu bráðaliðar að þeim. Þá grýttu nokkrir mótælendur lögreglu og fékk sérsveitarmaður m.a. stein í andlitið. Sá sem kastaði var hlaupinn uppi og færður á brott í handjárnum.
Lögreglan hefur nú girt svæðið af með gulum borða.