Nokkrir ungir piltar á Ísafirði ákváðu að sletta úr klaufunum í tilefni þess að sumarið er komið og stungu sér til sjósunds. Þótt sumardagurinn fyrsti væri kominn var sjórinn ansi kaldur en piltarnir létu það ekki á sig fá.
Á vef Bæjarins besta segir að búast megi við góðu sumri, ef marka má gamla hjátrú, því sumar og vetur frusu saman aðfararnótt sumardagsins fyrsta.