Sérstakur átta kílómetra langur hjólastígur frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut var kynntur í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á þriðjudag.
Markmiðið er að bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi með breiðari stíg, aðskilnaði og breyttri legu. Lagt er til að göngu- og hjólastígurinn verði með lýsingu sem hvorki spillir útsýni né veldur nágrönnum stígsins ónæði. Í fyrsta áfanga verður sérstakur hjólastígur lagður meðfram Ægisíðu frá Faxaskjóli að Suðurgötu. Áætlaður kostnaður við þá framkvæmd er 36 milljónir króna.