Dómsmálaráðuneytið hefur því fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi um að synja Baltik ehf. um heimild í rekstrarleyfi til þess að fram fari nektardans í atvinnuskyni á Goldfinger.
Dómsmálaráðuneytið telur ósannað að fullyrðingar lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að nektardansmeyjar séu oftast þolendur misneytingar, mansals og glæpa, eigi við um starfsemi Goldfinger.
Lögreglustjóri LRH var umsagnaraðili vegna leyfisumsóknar Goldfingers og telur dómsmálaráðuneytið að hún sé háð verulegum annmörkum og leiði það til ógildingar á ákvörðun sýslumanns.