Unnið með grasrótinni að landgræðslu

Rofabarð á Kili. Búið að sá í kring til að …
Rofabarð á Kili. Búið að sá í kring til að reyna að hefta uppblásturinn. Einar Falur Ingólfsson

Stærstu einstöku verkefnin í landgræðslu á þessu ári verða í Þingeyjarsýslunum báðum og á Landeyjasandi en mest starf við uppgræðslu er þó unnið í samvinnu við 650 bændur víða um land. „Verkefnið köllum við Bændur græða landið og við höfum á síðustu árum fært þungann í starfinu til grasrótarinnar sem er vel við hæfi í þessari grein,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.

Bændur nota tilbúinn áburð og grasfræ við uppgræðslu landsins, en einnig gamalt hey og húsdýraáburð. „Þess utan koma ýmsar stofnanir að landgræðslunni og óhætt er að segja að hugarfarsbreyting hafi orðið meðal landsmanna til uppgræðslu á síðustu tveimur áratugum. Það er sátt um landgræðsluna sem er okkur mjög mikilvægt,“ segir Sveinn.

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hundrað ára starfi landsmanna við endurheimt landgæða er þó gríðarlega mikið starf framundan. Gróður og jarðvegur er enn að eyðast, sérstaklega á eldfjallasvæðunum, en hagstætt tíðarfar og framkvæmdir landsmanna vega þar á móti. Nærri tvær millj. hektara eru af illa förnu landi á láglendi og við hálendisbrúnina sem bíða landbóta,“ segir landgræðslustjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert