Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er stödd í Nuuk á Grænlandi en í dag er þjóðhátíðardagur Grænlendinga. Ráðherra fundaði ásamt Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra á Ísafirði með Alequ Hammond sem fer með utanríkismál í landsstjórninni.
Þau ræddu meðal annars samgöngu og öryggismál á fundinum sem fram fór í gær en þar var ákveðið að koma á fót vinnuhóp sem á að kortleggja möguleika á frekara samstarfi ríkjanna.