Tvær bílveltur fyrir rollu

Bíllinn var illa farinn eftir slysið.
Bíllinn var illa farinn eftir slysið. mbl.is/Grétar

Tveir erlendir ferðamenn sluppu með skrámur er bifreið þeirra fór tvær veltur eftir harða aftanákeyrslu. Tildrög slyssins urðu þau að ferðamennirnir stöðvuðu bíl sinn á þjóðveginum við Vagnsstaði í Suðursveit fyrir kind sem var á veginum. Þá ók rúta með miklum krafti aftaná bílinn sem hentist af veginum og er talinn gjörónýtur.

Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Höfn í Hornafirði stigu ferðamennirnir, tvær konur út úr gjörónýtri bifreiðinni nánast ómeiddar. Rútan skemmdist nokkuð að framan en var ökufær. Í rútunni voru hollenskir ferðamenn en engan þeirra sakaði.

Kindin slapp að sögn lögreglunnar einnig ómeidd. 

Bíllinn flaug út í móa en rollan slapp ómeidd.
Bíllinn flaug út í móa en rollan slapp ómeidd. mbl.is/Grétar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert