250 þátttakendur í hlaupi í íslenskri náttúru

Leiðinni er skipt í fjóra áfanga og þurftu þátttakendur að …
Leiðinni er skipt í fjóra áfanga og þurftu þátttakendur að vera búnir undir hvers kyns veðurskilyrði.

Hið árlega Laugavegarhlaup fór fram í gær. Hlaupið í ár var það fjölmennasta frá upphafi og alls voru 250 þátttakendur frá 18 löndum skráðir til leiks.

Hlaupaleiðin er frá Landmannalaugum til Þórsmerkur og er um 55 kílómetrar. Stígur liggur alla leiðina og undirlag á honum er ákaflega fjölbreytilegt, allt frá sandi að snjó.

Endamark hlaupsins í ár var í Húsadal og þar var fagnað með heitu baði, grillveislu og veglegum verðlaunum. Að sögn Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur gekk hlaupið vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert