Samningur um gagnkvæma upplýsingagjöf og tvísköttunarsamningur milli Norðurlandanna og Jersey og Guernsey verður undirritaður í október. Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir að fólk komi sér undan því að borga skatta.
Á næsta fundi norrænu fjármálaráðherranna, sem haldinn verður þann 28. október í Helsinki verður undirritaður samningur um gagnkvæma upplýsingagjöf auk tvísköttunarsamnings milli Norðurlandanna og Jersey og Guernsey.
Samskonar samningur var gerður við eyjuna Mön á síðasta ári.
Norðurlöndin ákváðu árið 2006 að Norræna ráðherranefndin hæfi samningaviðræðir við fjármálamiðstöðvar sem bjóða skattaskjól. Þetta var gert til að að fylgja eftir því starfi sem OECD hefur unnið á þessu sviði á alþjóðavettvangi. Samningurinn við Mön var fyrsta skrefið hjá ráðherranefndinni.
Samningarnir fela í sér upplýsingagjöf til skattayfirvalda, sem veitir þeim aðgang að upplýsingum um innstæður og tekjur skattskyldra þegna.
Norræna samstarfið styrkir samningaferlið og minnkar kostnað við það. Til að uppfylla skilyrði stjórnarskrá landanna eru allir samningar tvíhliða.