Ástarvika höfðar til Spánverja

Teresa Juan er ánægð með ástarvikuna í Bolungarvík.
Teresa Juan er ánægð með ástarvikuna í Bolungarvík. Bæjarins besta

Ástarvikan stendur nú yfir í Bolungarvík og hefur hún vakið athygli spænskra fjölmiðla. Spænski blaðamaðurinn Teresa Juan tekur ásamt fjölþjóðlegum hópi frá Veraldarvinum fullan þátt í hátíðinni. „Við eigum við sama vandamál að stríða þ.e. að fólk er að yfirgefa litlu einangruðu bæina og flytja í stórborgirnar," sagði Teresa í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði.

 „Mér fannst það því góð hugmynd að flytja fréttir af þessum viðburði sem hvetur til ástar, jákvæðra tilfinninga og vonandi eykur íbúafjöldann í smábæjunum, og kannski mun það hvetja fólk heima til að gera eitthvað svipað“, segir Teresa.

Fjöldi spænskra fjölmiðla hefur sýnt þessum ástarleiðangri Teresu áhuga og skýrir hún frá ævintýrum sínum bæði í útvarpi og prentmiðlum. Sjá nánar á bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert