Ekki ástæða til aðgerða vegna ginsengs

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að ekki sé ástæða til aðgerða stofnunarinnar vegna markaðssetningar og merkinga á Rauðu kóresku ginsengi.

Telur stofnunin að ekki hafi verið sýnt fram á það að um sé að ræða hvítt ginseng enda eru hvorki til íslenskir né evrópskir staðlar um það hvenær ginseng geti talist rautt þegar um fæðubótarefni er að ræða.

Það voru Neytendasamtökin, sem kvörtuðu til Neytendastofu yfir markaðssetningu og merkingum Eggerts Kristjánssonar hf. á Rauðu kóresku ginsengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka