Vísar gagnrýni á bug

„Við erum að fara eftir stöðu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur. Það er ekki langt síðan að gerð var úttekt á þessum málum hjá okkur og hún kom vel út,“ segir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabankans. Hann segir gagnrýni á uppgjöri á stöðu þjóðarbúsins, sem forsvarsmenn greiningardeildar bankanna hafa sagt hafa veikt krónuna, ekki á rökum reista. Í uppgjörinu kom fram að skuldir umfram eignir þjóðarbúsins næmu um 2.100 milljörðum króna. Einnig kom fram að skekkjan væri um 180 milljarðar. „Gagnrýnin á þennan skekkjulið hefur verið á villigötum að því er mér finnst. Það geta orðið tafir á því hvenær upplýsingar berast. Til að mynda getur félag keypt eitthvert annað félag en gert það upp á öðrum ársfjórðungi, og þá koma uppgjör þannig fram. Þrátt fyrir þetta eru þau í takti við réttar upplýsingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert