Skálað var með koníaksstaupi fyrir merkum áfanga í sögu Kárahnjúkavirkjunar þegar slegið var í gegn í Grjótárgöngum í gær.
Kristinn Eiríksson, fulltrúi Landsvirkjunar og verkefnisstjóri, fékk heiðurinn af því að sprengja síðasta haftið klukkan 17. Um er að ræða hluta Hraunaveituverkefnis. Með því að Grjótárgöng hafa opnast verður unnt að flytja vatn úr Grjótá og Kelduá yfir í kerfi Kárahnjúkavirkjunar. Mun þetta vera síðasta gangasprengingin í Kárahnjúkaverkefninu.