Þingsetningarathöfn Alþingis er hafin en nú stendur yfir guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur predikar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur Alþingi síðan í þinghúsinu.
Eftir að Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefur ávarpað þingheim er þingfundi frestað en klukkan 16 er fundinum haldið áfram og þingskjölum dreift, þar á meðal fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þá munu þingmenn einnig draga um sæti.
Um tugur manna var í nepjunni með mótmælaspjöld á Austurvelli þegar þingmenn gengu úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna.